90 lóðir í byggingu í Eyjum
27. júní, 2022

Samkvæmt skipulags- og umhverfisráði eru um 90 íbúða- og einbýlishúsalóðir í undirbúningi eða byggingu. Í ljósi þess að mikil uppbygging og fólksfjölgun mun eiga sér stað í kringum fyrirhugað fiskeldi í Viðlagafjöru, liggur því fyrir að fjölga þarf byggingalóðum og íbúðum á næstu misserum.

Áætlað er að um 200 störf skapist þegar starfsemin í Viðlagafjöru er komin af stað, 120 bein störf og 80 afleidd störf. Gæti íbúum með þessu fjölgað um 360 manns sem kallar á meira íbúðarhúsnæði, allt að 153 íbúðir.  

Það þrengir að með lóðir í bænum og til er einn reitur fyrir fjölbýlishús sem á eftir að úthluta. Hefja á skipulag fyrir íbúðabyggð við Löngulág á þessu ári, það ferli gæti tekið sex til tólf mánuði áður en kemur að hönnun og úthlutun.

Nánar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kom út 22. júní.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.