90 lóðir í byggingu í Eyjum

Samkvæmt skipulags- og umhverfisráði eru um 90 íbúða- og einbýlishúsalóðir í undirbúningi eða byggingu. Í ljósi þess að mikil uppbygging og fólksfjölgun mun eiga sér stað í kringum fyrirhugað fiskeldi í Viðlagafjöru, liggur því fyrir að fjölga þarf byggingalóðum og íbúðum á næstu misserum.

Áætlað er að um 200 störf skapist þegar starfsemin í Viðlagafjöru er komin af stað, 120 bein störf og 80 afleidd störf. Gæti íbúum með þessu fjölgað um 360 manns sem kallar á meira íbúðarhúsnæði, allt að 153 íbúðir.  

Það þrengir að með lóðir í bænum og til er einn reitur fyrir fjölbýlishús sem á eftir að úthluta. Hefja á skipulag fyrir íbúðabyggð við Löngulág á þessu ári, það ferli gæti tekið sex til tólf mánuði áður en kemur að hönnun og úthlutun.

Nánar í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kom út 22. júní.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.