Tíu ungir iðkendur semja

Tíu ungir iðkendur knattspyrnudeildar skrifuðu undir tveggja ára samninga við deildina í gær, er um að ræða svokallaða ungmennasamninga en iðkendurnir eru allir í 2. flokki ÍBV, karla og kvenna. Margir leikmannanna hafa nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og nokkrir sinn fyrsta leik fyrir KFS.

Á síðustu dögum hafa leikmenn og foreldrar fengið kynningu á því hvernig samningar við knattspyrnudeild virka og í gær skrifuðu leikmenn undir samning. Allir leikmennirnir léku síðasta sumar í 3. flokkum félagsins og bindur deildin vonir um að samstarfið sé einungis rétt að byrja við þessa leikmenn.

Mynd af hópnum má sjá hér að ofan en á myndinni eru frá vinstri: Jason Stefánsson, Egill Oddgeir Stefánsson, Birkir Björnsson, Þórður Örn Gunnarsson, Viggó Valgeirsson, Rakel Perla Gústafsdóttir, Íva Brá Guðmundsdóttir, Anna Margrét Svansdóttir, Embla Harðardóttir og Sara Sindradóttir.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.