Byggð, mannlíf, götur og hús í Eyjum
7. apríl, 2023

Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá stofnun Visku og  50 ár frá eldgosinu á Heimaey 1973 varð að ráði að Viska og Safnahús Vestmannaeyja efndu til sameiginlegs afmælisverkefnis.

Verkefnið sem var í senn námskeið og verkefnavinna fjallaði um Byggð, skipulag, mannlíf, götur og hús í Eyjum.  Verkefnið er sjálfstætt framhald námskeiða Visku um Húsin í götunni frá 2004 til 2005

og Húsin í hrauninu frá 2012 til 2013.  Verkefnið hófst 31. janúar sl. og fór fram fjóra þriðjudaga í röð kl. 16.30 til 18.00 í Heimakletti kennslusal í Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) að Ægisgötu 2.

„Þar sem bókað var í hvert sæti var ákveðið að streyma verkefninu á Facebook í gegnum Visku og Heimaklett. ÞSV sá um tæknimálin en þetta mun vera í fyrsta skipti sem streymi í gegnum Facebook er við útsendingu á fundum og námskeiðum hjá Visku og ÞSV.  Viðbrögð komu frá fólki í Eyjum, uppi á landi og í útlöndum sem horfði á útsendingar á Facebook,“ sagði Arnar Sigurmundsson sem ásamt  Kára Bjarnasyni stjórnaði verkefninu auk þess sem Þórunn Jónsdóttir annaðist  skráningu og  innsetningu viðbótarupplýsinga sem fara inn á heimaslóð.is.

Viktor Pétur Jónsson í Safnahúsinu sá svo um skönnun á efninu og gerði það aðgengilegt á tjaldinu.

Elstu gögnin frá 1776

„Verkefninu var skipt í fjóra hluta. Fyrst var farið í gegnum elstu gögn um skipulag og byggð á Heimaey frá 1776 og er uppdrátturinn gerður af Sæmundi Hólm. Þá voru upplýsingar úr Jarðabók Árna Magnúsonar og Páls Vídalín frá 1704 og manntalið frá 1703 um Vestmannaeyjar um byggðina, bæjarnöfn, heimilisfólkið, húsmannshús og hjalla og myndaðu þessar elstu upplýsingar ákveðinn grunn í verkefninu.

Síðan var þróun byggðar og íbúafjölda skoðuð frá 1703-1704 og einnig leitað í eldri upplýsingar en til staðar eru góðar heimildir þar sem eru manntöl og jarðabækur. Í þessu tilviki var einnig skoðuð sérstaklega nöfn á bæjum innan upp- og niðurgirðingar og fyrir ofan hraun sem mynduðu ákveðna kjarna og einnig húsum og hjöllum utan girðinga.  Nokkur þessara rúmlega 20 elstu bæjarnafna frá 1704 og fyrr lifa enn og voru til staðar fram að eldgosinu 1973. Þá var einnig skoðuð algengustu mannsnöfnin í Eyjum 1703 og nokkru síðar og borið saman við algengustu mannanöfn á landsvísu,“ sagði Arnar.

Fengu heimaverkefni

Í upphafi verkefnis fengu þátttakendur, um 30 talsins það verkefni að gera nánari grein fyrir þeim húsum og húsanöfnum sem þau hvert og eitt tengjast í föður- eða móðurætt eða með eignarhaldi.

„Þannig var farið í megindráttum yfir sögu um 30 húsa, en um helmingur þeirra fór undir hraun eða eru ekki lengur til staðar. Þessu til viðbótar voru teknar nokkrar húseignir þar sem skoðaður var bakgrunnur þeirra nafna sem þau bera eða báru.

Ítarefni í hverjum verkhluta voru nokkrar eldri ljósmyndir frá Eyjum þar húsa- og yfirlitsmyndir voru í meirihluta. Í síðasta  hluta voru sýndar nokkrar ljósmyndir Jóhanns Stígs Þorsteinssonar frá árunum 1930 til 1955 sem eru á Ljósmyndasafni Vestmannaeyja.

Við lok þessa verkefnis kom fram  áhugi að bæta við tveimur til þremur verkþáttum og er stefnt að því að þeir fari fram næsta haust. Þar verða einnig tekin fyrir minnisstæðir atburðir sem höfðu áhrif á þróun byggðar í Eyjum,“ sagði Arnar og þakkaði fyrir hönd Visku og Safnahúss Vestmannaeyja öllum þeim sem tóku þátt í þessu sameiginlega verkefni og aðstoðuðu með einum eða öðrum hætti.

 

Myndir: Hvert sæti var skipað í salnum og áhuginn mikill.

Kári og Arnar höfðu greinilega lagt mikla vinnu í undirbúning og að virkja þátttakendur sem gerði námskeiðið enn áhugaverðara.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.