Segja má að dagskrá Sjómannahelgarinnar hafi byrjað í gær þegar Skátarnir dreifðu Sjómannadagsblaðinu frítt í öll hús í Eyjum. Yngri flokkar ÍBV sáu um merkjasöluna.
Klukkan 18:00 í gær var Sjómannabjórinn 2023 kynntur við hátíðlega athöfn á Ölstofu The Brothers Brewery. Sjómaðurinn í ár er Kristján Óskarsson, Stjáni á Emmunni. Fjölmenni var við athöfnina.
Sjómannadagsmeistarinn í pílu var líka haldinn í gær og heppnaðist það vel. Snóker- og Pílufélag Vestmannaeyja stóð fyrir mótinu.
Í dag, föstudag hófst dagurinn á Opna Sjómannagolfmóti Ísfélags Vestmannaeyja. Vegleg verðlaun í boði og mótið hefur stækkað með hverju árinu.
Klukkan 18.00 verður Minnisvarði drukknaðra á Skansinum afhjúpaður Á minnisvarðann eru rituð nöfn allra þeirra Vestmannaeyinga sem vitað er að hafa farist í hafi sem og annarra er hafa horfið í sjóinn umhverfis Eyjar. Eykindilskonur afhjúpa minnisvarðann. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika og Karlakór Vestmannaeyja syngur.
Klukkan 21.00 slær Skonrokk í klárinn í Höllinni. Ætti enginn að láta endurkomu Skonrokks um sjómannadagshelgina láta framhjá sér fara! Söngvarar verða: Stebbi Jak, Dagur Sig, Sigga Guðna, Birgir Haralds (Biggi Gildra) Húsið opnar 20.00 og tónleikar hefjast 21.00.
Það var í mörg horn að líta hjá sjómannadagsráði í dag enda mikið framundan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst