Katrín forsætisráðherra – Seiglan okkur í blóð borin
5. febrúar, 2023

Það sem hendir einn skiptir okkur hin máli – Óttinn stjórnaði okkur ekki þegar við tókumst á við eldgos í Eyjum – Óttinn vondur leiðtogi – Styrkurinn sem réð för

„Seigla er orð sem hefur verið mér hugleikið undanfarin ár. Seiglan sem íslenskt samfélag sýndi í heimsfaraldrinum sem stóð í tvö ár. Faraldurinn var í senn einstaklingsbundið áfall þeirra sem veiktust alvarlega eða misstu nána ættingja. En hann var líka samfélagslegt áfall sem dró fram seigluna í íslensku þjóðinni. Seiglan sem við höfum sýnt sem þjóð aftur og aftur þegar áföll dynja yfir, hvort sem það er efnahagsleg áföll eða náttúruhamfarir. Það er sú sama seigla sem Vestmannaeyingar sýndu þegar eldgos hófst hér á þessari eyju fyrir fimmtíu árum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra þegar hún ávarpaði gesti við minningarathöfnina í Eldheimum.

„Það varð Eyjamönnum til happs að gosið hófst á óbyggðu svæði. Eins að flotinn var í höfn vegna óveðurs daginn áður og því var hægt að ráðast á stórfellda flutninga á fólki upp á land. Á þessum tíma bjuggu um 5000 manns á Eyjum en eftir fyrsta sólarhringinn voru nokkur hundruð manns eftir en 1349 fjölskyldur yfirgáfu heimili sín vegna eldgossins.

Kom ekki til grein að gefast upp

Sumir hefðu mögulega gefist upp en það kom aldrei til greina hér í þessu samfélagi. Bæjaryfirvöld brugðust fumlaust við eins og þau hefðu aldrei gert annað. Sama má segja um stjórnvöld. Skráning og utanumhald íbúa eftir að komið var upp á land var til fyrirmyndar segja mér Eyjamenn sem hafa rifjað þetta upp. Eins var félagsmiðstöð Eyjamanna í Hafnarbúðum í Reykjavík mikils virði, þar var samkomustaður þar sem Eyjamenn gátu stutt hver annan og horft saman til framtíðar. Og frá upphafi lá fyrir skýr og einbeittur vilji Eyjamanna og stjórnvalda til að byggja upp aftur,“ sagði Katrín og vitnaði næst í grein Elínar Pálmadóttur í Morgunblaðinu sem birtist fimm dögum eftir að gosið hófst.

„Þar er lýst þrjátíu manna hjálparflokki sem hafði unnið þindarlaust að því að ganga á milli húsa og bjarga eigum Vestmannaeyinga áður en húsin þeirra yrðu eldi að bráð eða færu undir ösku. Þeir hafa unnið án hvíldar og erfiðum aðstæðum til björgunarstarfa er lýst. Elín lýsir samtölum björgunarmannanna: „Ertu búinn að sjá þitt hús?“ segja þeir hver við annan og einhver svarar „Já, mitt er farið. Ég gekk yfir það, sá það varla í morgun.“

Feðgar í sambærilegum verkefnum

En það þýðir ekki að þeir fari frekar í sín hús en hús annarra að bjarga innbúi, nei gengið er á röðina skv. skipulagi Reynis Guðsteinssonar, skólastjóra sem hefur sofið einu sinni í tvo tíma og í annað skipti í þrjá tíma frá því að gosið hófst. En þegar áætlanir um fjölda gáma sem áttu að koma til eyjunnar ganga  ekki eftir, örskömm stund án augljóss næsta verkefnis myndast og fréttaritari spyr Reyni ‚hvað nú?‘ segir hann: „Nú verð ég að skipuleggja bæinn aftur.“ Reynir er ljúfmennskan sjálf – og haggast ekki samkvæmt lýsingu Elínar.

Það er merkilegt að sonur Reynis, Víðir, tók að sér sambærilegt hlutverk í heimsfaraldrinum sem ég nefndi hér áðan – Víðir Reynisson var ljúfmennskan sjálf þegar hann stóð í stafni ásamt Þórólfi og Ölmu heil tvö ár. Ef þetta er ekki Ísland – þá veit ég ekki hvað er Ísland. Ég veit bara að við getum verið þakklát fyrir að eiga allt það fólk sem stendur vaktina – þegar áföll dynja á – stendur vaktina saman.“

Brugðumst við eins og einn maður

Katrín sagði atburðina í Vestmannaeyjum ekki eiga sér hliðstæðu í sögu landsins. „Samt brást samfélagið allt við eins og einn maður. Í áfallafræðum er talað um muninn á því að verða fyrir sameiginlegu áfalli og einstaklingsáfalli. Auðvitað getur ein manneskja upplifað hvort tveggja á sama tíma. En við bregðumst með ólíkum hætti við þessum tveimur gerðum áfalla. Sameiginlegt áfall er þess eðlis að samfélagið þarf að takast á við það saman, finna því stað innan breytts raunveruleika, leita skýringa og komast að niðurstöðu um minningu og frásögn af atburðinum.“

Katrín sagði Vestmannaeyjagosið væri í senn áfall fyrir hvern og einn íbúa Vestmannaeyja og áfall fyrir samfélagið allt. „Svo þungt var það fyrir Vestmannaeyinga að þeir áttu lengi vel erfitt með að skilja börnin sín eftir heima – undir niðri blundaði óttinn við nýtt gos. Um leið er það ljóst að sú reynsla gleymist aldrei að skilja allt sitt eftir á einu kvöldi, missa heimili sitt og öryggi og halda út í óvissuna. Og í þessu gosi urðu 1350 fjölskyldur heimilislausar á svipstundu, horfðu á eftir heimilum og umhverfi sínu undir hraun. En um leið upplifði þjóðin öll áfall – varla trúði því nokkur maður að annað eins gæti gerst – og um leið upplifðum við samstöðu og samhygð sem áttu sér engan líka.“

Styrkurinn réði för

Katrín sagði óttann skiljanlegan rifjaði upp þegar hún kom til Eyja með sex ára son sinn. „Ég sýndi honum eldfjallið og sagði honum söguna af gosinu. Um nóttina vaknaði ég við það að hann stóð út við gluggann en þetta var að sumri, og dagbjart úti, og starði á eldfjallið. Hann fann nálægðina við náttúruöflin og leist ekki á blikuna. En óttinn stjórnaði okkur ekki þegar við tókumst á við eldgos í Eyjum enda er óttinn vondur leiðtogi. Það var styrkurinn sem réð för.

Leiða má að því líkur að það hafi verið styrkur samfélagsins sem varð til þess að jafn gæfulega var tekist á við verkefnið eins og raun ber vitni og til þess að alltaf var stefnt áfram í stað þess að dvelja við erfiðleikana í fortíðinni.

Það var þessi fullvissa – sem var ekkert annað en ákvörðun – um að búið yrði áfram í Eyjum, að samfélagið héldi áfram óháð öllum eldgosum. Í augnablikinu sjálfu birtist þetta í að ganga bara strax í verkin og vera ekkert að bíða eftir því að gosið hætti með það, moka öskuna á meðan enn gaus, berjast við náttúruöflin með því að dæla sjó á flæðandi hraunið – og ná árangri!

Sprungan hafði varla opnast þegar hér var tekin ákvörðun um að byrja strax að undirbúa hvernig hægt væri að koma hlutunum aftur í lag. Og þannig var þetta líka – átta mánuðum síðar var Barnaskólinn í Vestmannaeyjum settur að hausti samkvæmt venju og Reynir Guðsteinsson skólastjóri tók á móti 134 börnum í skólann, þau höfðu verið rúmlega 900 fyrir gos. Við skólalok vorið 1974 voru þeir orðnir 426. Talandi um breytingastjórnun.

Norrænir forsætisráðherrar í heimsókn

Ég byrjaði hér áðan á því að tala um seiglu. Seigla getur verið einstaklingsbundin eins og við vitum en hún getur líka einkennt samfélög. Við erum nýkomin úr tveggja ára tímabili þar sem Íslendingar sýndu einstaka seiglu, samtakamátt og úthald. Vestmannaeyjagosið er annað dæmi um seiglu – seiglu þessa samfélags hér og íslensks samfélags í heild. Og ég held að seiglan eigi rætur í því að við eigum sameiginlega hugmynd um hvað gerir okkur að samfélagi. Við vitum að örlög okkar eru samtvinnuð – það sem hendir einn skiptir okkur hin máli. Það er gott samfélag sem byggist á slíkri hugmynd. Og slíkt samfélag á sér bjarta framtíð þó að margt geti dunið á.

Að lokum vil ég nefna að norrænar ríkisstjórnir sýndu okkur mikinn samhug á þessum tímum og viðbrögð þeirra hafa löngum síðan verið nefnd sem dæmi um þau traustu bönd sem binda hinar norrænu þjóðir saman. Norrænir forsætisráðherrar munu heimsækja okkur í sumar og þá vonast ég til að veður leyfi okkur að koma hingað og funda hér í Vestmannaeyjum – á nágrenni við náttúruöflin og finna þann kraft sem hér býr,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að lokum.

Katrín, Íris bæjarstjóri og Guðni forseti tóku þátt í blysförinni frá Landakirkju að Elheimum.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.