Flýta lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng

Ákvörðun um lagningu á nýjum Vestmannaeyjastreng hefur verið í umræðunni um tíma og nú hefur verið ákveðið á flýta framkvæmdinni og umsókn um leyfi send til Orkustofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti.

Áætlað er að sæstrengurinn verði lagður sumarið 2025 í stað 2027 og mun hann verða 66 kV og sambærilegur við Vestamanneyjalínu 3, strengnum sem bilaði fyrr í mánuðinum en undirbúningur fyrir viðgerð á honum í fullum gangi.

Framkvæmd hefur verið greining á samfélagslegum kostnaði við það að hafa eingöngu einn sæstreng til Vestmannaeyja sem annað getur bæði forgangs- og skerðanlegri orkuþörf í Eyjum. Greiningin sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu í árslok 2022 sýndi að samkvæmt áhættumati er væntur samfélagslegur kostnaður við að hafa ekki varatengingu sem annað getur allri orkuþörf í Vestmannaeyjum nálægt 100 milljónum árlega.

Flýting Vestmannaeyjarstrengs 4 kemur sér einnig vel við að ná fram samlegðaráhrifum í framkvæmdum Landsnets en lagning sæstrengs yfir Arnarfjörð er einnig á framkvæmdaáætlun. Með því að leggja báða þessa sæstrengi á sama tíma má spara kostnað við strenglagningarskip sem þarf að fá til landsins í verkið og getur sparnaðurinn hlaupið á hundruðum milljóna.

Skýrslu Eflu um samfélagslegt verðmæti aukins afhendingaröryggis má finna hér á vefnum okkar.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.