Viljayfirlýsing um aðra vatnsleiðslu
3. júlí, 2023

„Það er gríðarlega ánægjulegt að það sé komin niðurstaða í þetta mál og ákaflega viðeigandi að skrifa undir á þessum stað og þessum degi. Það er hagsmunamál okkar Eyjamanna að hingað komi önnur vatnsleiðsla þannig að ég er glöð í dag,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum eftir að skrifað var undir viljayfirlýsingu um nýja vatnsleiðslu til Vestmannaeyja.

Undirritunin fór fram á Skansinum þar sem vatnsleiðslan frá landi kemur upp á Heimaey og í dag eru 50 ár frá lokum Heimaeyjargossins 1973. Íris skrifaði undir fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og innviðaráðherra sem var á staðnum og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sem var í beinni á netinu skrifuðu undir fyrir hönd ríkisins.

Í viljayfirlýsingunni felst að ríkið leggur fé í lagningu vatnsleiðslunnar sem áætlað er að verði lögð sumarið 2023. Er það gert í ljósi almannavarna því án vatns yrði flytja flesta íbúa Vestmannaeyja til lands.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.