Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari
Roland Eradze hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ÍBV í handbolta. Ásamt því að aðstoða Magnús mun Roland einnig sjá um markmannsþjálfun og yngri flokka þjálfun hjá félaginu.
Roland er gríðarlega reynslumikill, fyrrum landsliðsmarkmaður Íslands en hann spilaði handbolta á sínum tíma með Val, Stjörnunni og einnig ÍBV!
Þá Roland verið þjálfari hjá Stjörnunni, FH og Fram en síðustu 3 ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari Úkraínska meistaraliðsins HC Motor sem spilaði meðal annars í Evrópudeildinni síðasta haust og Meistaradeild Evrópu árin þar á undan.
“Það er mikil gleðiefni að Roland hafi ákveðið að taka slaginn með ÍBV og hlökkum við mikið til samstarfsins,” segir í tilkynningu frá félaginu.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.