Undirrituð fékk þarna stóra áskorun í skipulagningu á Plani B og C. �?g er mínu fólki hér í Eyjum afar þakklát fyrir hvað það er bóngott og tilbúið að bregðast skjótt við þegar á þarf að halda.
Við útveguðum svartfuglsegg, sem komið var fyrir í klöppunum við Sprönguna og Kristján Yngvi Karlsson kenndi síðan Ralph Pagano að spranga og safna eggjum.. Stefán Birgisson formaður Sjómannadagsráðs brást skjót við þegar hann var inntur eftir plássi fyrir Ralph í dagskránni þeirra, þeir útbjuggu í snarheitum sérstaka kappróðrasveit og fékk Ralph að stjórna bátnum. Ruth Zohlen taldi heldur ekki eftir sér að fara með hópnum i vitlausu veðri upp á gíg Eldfells að baka brauð fyrir þáttinn.
Árni Johnsen og Dóra tóku á móti hópnum á heimili sínu á Höfðabóli, þar voru svo elduð og borðuð með þeim svartfuglsegg.
�?essu fólki ber að þakka sérstaklega fyri sinn stóra þátt í að lát Eyjadagskrá Mojo-Network lukkast.
Kristín Jóhannsdóttir
Menningar- & markaðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst