Að mínu mati er togararallið úreld aðferð til að mæla stærð stofnsins. Hitastig og straumarnir í sjónum hafa breyst mikið og menn eru að nota allt önnur veiðarfæri í dag en fyrir tíu árum. �?g minnist þess til dæmis að einu sinni þurfti að fara út á ruslahauga til að finna ákveðna gerð af hlerum í togararallið. �?að voru allir hættir að nota þá nema Hafró.
Sjórinn fyrir sunnan land er hlýrri en hann var hér áður fyrr og spurning hvort fiskurinn liggi meira utan við landgrunnskantinn en áður. Rallið er aftur á móti alltaf framkvæmt á sömu slóðum og því ekkert skrítið þótt það veiðist minna ef fiskurinn hefur flutt sig um set. �?tið hefur líka mikið að segja og spurning hvort það sé ekki löngu kominn tími til að skoða þann þátt betur og draga úr veiðum á loðnu og rækju og öðrum tegundum sem þorskurinn lifir á. Sandsílið virðist líka vera horfið og ég minnist þess ekki að hafa séð neina skýringu á því.
�?að er aftur á móti vont mál ef nýliðunin í stofninum er slæm og líklegt að Hafró hafi eitthvað til síns máls hvað það varðar. Sjálfum þykir mér aftur á móti mikið af þorski í sjónum miðað við oft áður og ég heyri ekki betur en að skipin séu að flýja þorskinn í stað þess að leggja sig eftir honum,�? sagði Birgir.
(Viðtalsbrot tekið úr Fiskifréttum)
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst