Stjarnan átti ekki í vandræðum með ÍBV úr Vestmannaeyjum í N1-deild karla í handknattleik í kvöld þar sem sem Garðbæingar skoruðu 44 mörk gegn 18 mörkum Eyjamanna. Gunnar I Jóhannsson, Guðmundur Guðmundsson, Heimir Örn Árnason og Jón Heiðar Gunnarsson skoruðu 5 mörk hver fyrir Stjörnuna en Zilvanas Grieze var atkvæðamestur í liði ÍBV með 7 mörk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst