Eyjafrettir.is fjölluðu í gær um skoðanakönnun sem MMR vann fyrir Eyjar.net undir fyrirsögninni „Sameinast í kröfu um nýtt skip og endurbætur á Landeyjahöfn”. Ekki verður betur séð en þeir hafi farið áravillt – því könnunin sem vísað er í er frá því í febrúar 2015.
Í fréttinni segir m.a:
„Yfir 80 prósent segja stöðuna í siglingum á sjó hafi neikvæð áhrif á íbúaþróun í Eyjum.”
Ekkert var spurt út í íbúaþróun í nýju könnuninni – það var hinsvegar spurt um það árið 2015.
Og enn að fréttinni:
„Þá er spurt um traust til Vegagerðarinnar, innanríkisráðuneytisins og bæjarstjórnar til að taka ákvarðanir um framtíðarskipulag samgangna milli lands og Eyja. Traustið er ekki mikið á Vegagerð og ráðuneytinu samkvæmt könnuninni en um helmingur ber mikið eða frekar mikið traust til bæjarstjórnar.”
Hið rétta er að í könnun ársins 2016 eru 33,9% bera mikið traust til bæjarstjórnar í samgöngumálum en 49,2% lítið traust.
Er til of mikils mælst að menn skoði allavega ártalið áður en þeir fjalla um mikilvæg mál?




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.