Nýjasta tölublað Vaktarinnar er nú á leiðinni inn á hvert heimili í Vestmannaeyjum. Í blaðinu kennir margra grasa og þar sem Þakkargjörðarhátíðin verður haldin næstkomandi miðvikudag er eldgosið 1973 áberandi í blaðinu. M.a. er rætt við Sigurgeir Jónasson, ljósmyndara sem myndaði eldsumbrotin í bak og fyrir. Þá er einnig rætt við Öldu Björnsdóttur, sem dreymdi fyrir gosinu en Alda var í fyrsta fréttaviðtalinu sem tekið var í útvarpi eftir að byrjaði að gjósa.