Samkvæmt málamiðlunartillögum sem ræddar verða á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins verða hvalveiðar leyfðar að nýju. Veiðibann hefur verið í gildi síðan 1986. Veiðarnar verða undir alþjóðlegu eftirliti.
Ríkisútvarpið greinir frá því að til að ná sáttum í ráðinu hafi verið fengnir helstu sérfræðingar í alþjóðlegri sáttagerð, menn sem hafa reynslu af friðarsamningum í El Salvador og samningunum um Kyoto bókunina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst