Féló í fjórða sæti

Stíll var haldinn 17. nóvember sl. í Kópavogi. Stíll er keppni þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun. Markmið Stíls er að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika, vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna. Þema keppninnar í ár var íslenskar þjóðsögur. Þrjár stöllur úr Féló, þær Erna Dögg Hjaltadóttir, Guðný Bernódusdóttir og Sunna Ósk Guðmundsdóttir, voru fulltrúar Vestmannaeyja. Þær gerðu sér lítið fyrir og lentu í fjórða sæti auk þess að fá verðlaun fyrir bestu hönnunina en búningurinn þeirra vísaði til þjóðsögunnar um Lagarfljótsorminn.

Nýjustu fréttir

Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.