Út er kominn bæklingur um öll söfn, sýningar, setur og garða á Suðurlandi.
Það eru nýstofnuð Samtök safna á Suðurlandi sem gefa bæklinginn út og var fyrsta eintakið afhent Þórði safnverði á Skógum á stofnfundi samtakanna í gær.
Bæklingurinn er mjög kærkomið vinnutæki fyrir þá sem vinna við ferðaþjónustu á Suðurlandi og á einnig eftir að nýtast Sunnlendingum öllum, jafnt ungum og öldnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst