Óttast er að maður hafi höfuðkúpubrotnað eftir átök fyrir framan skemmtistað í Vestmannaeyjum í nótt. Hann var fluttur með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur og var hann með augljósan skurð á hnakka og augabrúnum samkvæmt heimildum lögreglunnar. Þær upplýsingar fengust hjá vakthafandi lækni á slysadeild að líðan mannsins væri eftir atvikum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst