Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið enda töluvert um að vera í bænum. Sjómannadagshelgin fór vel fram og án mikilla vandræða. Þó þurfti að aðstoða nokkra til síns heima sökum ölvunar. Að morgni sl. sunnudags var lögreglu tilkynnt um að brotnar hafi verið fjórar rúður í Sorpeyðingarstöðinni sem og allar rúður í sorpbifreið fyrirtækisins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst