Eins og áður hefur komið fram tekur ÍBV á móti 2. deildarliði ÍR í 64 liða úrslitum Visa bikarsins í kvöld en við stjórnvölinn hjá ÍR er fyrrum þjálfari ÍBV, Guðlaugur Baldursson. Guðlaugur stýrði ÍBV liðinu í rúmlega eitt og hálft tímabil en Heimir Hallgrímsson, núverandi þjálfari ÍBV tók við af honum á miðju tímabili 2006. ÍR-liðinu hefur gengið vel það sem af er Íslandsmótið en liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í 2. deild.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst