„ÉG HEF verið andvígur virkjun í Þjórsá í mörg ár,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sem jafnframt býr í Gnúpverjahreppi.
Fyrir skemmstu fór Björgvin ásamt öðru Samfylkingarfólki að bökkum Þjórsár og kynnti sér fyrirhugaðar virkjunaráætlanir.
Með ferðinni var einnig verið að sýna stuðning við heimamenn sem lengi hafa mótmælt virkjuninni.