Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að umbuna öllum starfsmönnum sveitarfélagsins sérstaklega með eingreiðslu sem nemur 70.000 kr.
Miðað er við að starfsmaður sé starfandi hjá sveitarfélaginu 1. september 2008 og hafi starfað hjá sveitarfélaginu í a.m.k. eitt ár í 100% starfi.
Aðrir starfsmenn fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.