Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá aðilum sem flytja fólk til Eyja þá eru um 6.500 manns staddir í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð eða á leið til Eyja.
Hjá Herjólfi fengust þær upplýsingar að fullt væri í sex fyrstu ferðir Herjólfs eftir Þjóðhátíð, það eru tvær á mánudag, ein aðfaranótt þriðjudags, tvær ferðir á þriðjudag og næturferð aðfaranótt miðvikudags. Þá væri mikið búið að panta í fyrstu ferð miðvikudags en minna eftir því sem líður á vikuna. Alls fara því um 3500 manns með Herjólfi í fyrstu ferðum eftir Þjóðhátíð og má gera ráð fyrir að langstærsti hluti ferþega hafi verið Þjóðhátíðargestir.