Sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja vann sér um helgina sæti í 1. deild í sveitakeppni í golfi að ári en GV lék í 2. deild um helgina. GV var búið að tryggja sér sæti í efstu deild þegar kom að úrslitaleiknum gegn Golfklúbbi Akureyrar en mótið var einmitt haldið á golfvellinum á Akureyri. Heimamenn höfðu betur með þremur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum og unnu 1. deildina en GV varð í öðru sæti.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst