Um helgina heldur Sögusetur – 1627, áhugafélag fólks um sögu Tyrkjaránsins, sína fyrstu alþjóðlegu ráðstefnu í Vestmannaeyjum. Við fangsefni ráðstefnunnar er annars vegar stofnun og starfræksla söguseturs í kringum Tyrkjaránið og hins vegar að skapa íslenskri þekkingu og rannsóknum á þessum merka atburði, stað í alþjóðlegri umræðu um sambærileg rannsóknarefni. Fyrirlestrarnir verða öllum opnir og aðgangur ókeypis. Ráðstefnan hefst í dag en dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst