Ljós tendruð á jólatré á Ráðhústorgi á morgun 30. nóv. kl. 18:00
29. nóvember, 2008
Á morgun sunnudaginn 30. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, verður að venju boðið upp á hátíðlega dagskrá í Þorlákshöfn.
11:00. Sunnudagaskóli í Þorlákskirkju.
16:00. Aðventustund í Þorlákskirkju.
.
18:00 Ljós tendruð á jólatré á Ráðhústorgi. Lúðrasveit Þorlákshafnar spilar jólalög, skólakórar Grunnskólans syngja með lúðrasveit og forseti Kiwanis, Kári Hafsteinsson flytur erindi. Að lokum mæta jólasveinar á svæðið og ganga með stórum og smáum í kringum jólatréð.
Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta. Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú sér sátt/sáttur við það.OkPrivacy policy