Karlalið ÍBV virðist ekki eiga samleið með lukkudísunum en í öðrum heimaleiknum í röð eru Eyjamenn óheppnir að fá ekkert út úr annars ágætlega spiluðum leik. Í dag lék ÍBV gegn Aftureldingu og eftir jafnan leik voru það gestirnir sem höfðu betur 23:25 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 12:12. Leikurinn var í raun keimlíkur síðasta heimaleik, gegn Gróttu, sem einnig tapaðist.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst