Makríll virðist vera helsta vandamál við síldveiðarnar sem nú eru hafnar á ný að lokinni verslunarmannahelgi. Börkur NK 122 landaði síld til vinnslu á Norðfirði á þriðjudag og var þar um 20% makríll á móti síldinni. Að sögn Sigurbergs Haukssonar, skipstjóra á Berki, er síldin sem fæst falleg en stefnan verður nú tekin norður til að forðast makrílinn.