„Við eigum að setja viðskiptalífinu skýr mörk og verða ekki ginningarfífl stóriðju og útgerðarauðvalds á sama hátt og við eltum áður hagsmuni bankadrengja og útrásargosa“, sagði Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra þegar hann ávarpaði ársfund Alþýðusambands Íslands í gær. Útgerðarmönnum þykja þetta kaldar kveðjur til sín.