Nú er allt að verða klárt fyrir stórtónleika Hoffman sem haldnir verða í Kiwanis í kvöld. Hoffmanliðar lofa þéttum lagalista þar sem nýju lögin af plötunni Your secrets are safe with us fá að fljóta í bland við eldra efni. Húsið opnar klukkan 21.00 en Sæþór Vídó mun hita mannskapinn upp með flutningi á eitthvað af sínu frumsamda efni. Það stefnir því allt í svakalega tónleika í Kiwanis í kvöld.