Í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á breytingu á útsvari og álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2010 í 15 fjölmennustu sveitarfélögunum kemur ljós að flest halda sig við sömu útsvarsprósentu. Mikil hækkun er á fasteignagjöldum, mismikil þó og sorphirðugjald hækkar undantekningarlítið. Vestmannaeyjar eru með óbreytt útsvar en skera sig úr í fasteigna- og sorphirðugjöldum með óverulega hækkun milli ára. Eru með óbreytta útsvarsprósentu og fasteignagjöld hækka lítið milli ára.