Kristín Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Vestmannaeyjabæjar, sótti ferðakaupstefnuna Mid- Atlantic á vegum Icelandair um síðustu helgi. Kristín var með bás í samstarfi við markaðsfulltrúa Suðurlands og þangað kom fólk í ferðaþjónustu til að kynna sér það helsta sem í boði er í landshlutanum.