Sigurvegari í Ljósmyndasamkeppni Frétta og Ljósmyndasafns Vestmannaeyja fyrir janúarmánuð var bakarameistarinn Arnór Hermannsson. Mynd hans prýðir forsíðu Frétta að þessu sinni en þemað fyrir janúar var vetur og myndaði Arnór vetrarsólina leika við Haugasvæðið og Helgafell. Alls bárust 20 myndir frá áhugaljósmyndurum í Eyjum og margar myndirnar glæsilegar. Hægt er að sjá myndirnar hér að neðan.