Karlalið ÍBV í knattspyrnu náði ekki að fylgja eftir stórsigri sínum á ÍR í 1. umferð Deildarbikarsins þegar Eyjamenn léku gegn KR í 2. umferð keppninnar. Lokatölur urðu 4:1 en Eyjamenn léku ekki vel í leiknum og var sigur KR-inga fyllilega verðskuldaður. Eina mark ÍBV gerði Eiður Aron Sigurbjörnsson úr vítaspyrnu en hann minnkaði muninn í 2:1 í fyrri hálfleik.