Heilsueflingardagur er haldinn í dag, 27. febrúar, í Íþróttamiðstöðinni. Dagskrá hófst klukkan 10.00 og verður til klukkan 15.00. M.a. er boðið upp á mælingar sem Hjúkrunarfélag Vestmannaeyja sér um í andyri Íþróttamiðstöðvarinnar, íþróttakennarar sjá um mælingar á liðleika í öxlum og aftanverðum fótleggjum. Eva Margrét er í þessum töluðu orðum að segja frá hlaupareynslu sinni og klukkan 13.00 verður Birna Vigdís með fyrirlestur um næringu og heilsu.