Kokkalandslið Eyjanna mun framreiða glæsilega rétti á Styrktarkvöldi ÍBV á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi í kvöld. Búið er að setja upp glæsilega dagskrá og matseðillinn er ekki síðri en kokkar kvöldsins eru þeir Einsi Kaldi, Grímur, Siggi Gísla, Palli Grétars og Kári Fúsa. Eftir kvöldið mun svo stuðbandið Tríkot halda uppi stuðinu fram á rauða nótt.