Samkvæmt öskuspá Veðurstofunnar gæti orðið öskufall í Eyjum næstu daga. Veðurspá sömu stofnunnar gerir ráð fyrir norðlægum áttum næstu daga, aska gæti hugsanlega náð til Eyja í dag, mánudag en þó er ekkert öskufall nú í morgunsárið. Á þriðjudag berst gosaskan til suðaustur frá gosstöðvunum en á miðvikudag verður norðan og norðaustanátt og búist við öskufalli spáð í Vestmannaeyjum. Öskuspá Veðurstofunnar má lesa hér að neðan.