Gosið í Eyjafjallajökli hefur áhrif á bókanir í Landeyjahöfn
19. apríl, 2010
Líklega hafa fá eldgos í mannkynssögunni haft jafn mikil áhrif á samgöngur og eldgosið í Eyjafjallajökli en flug í norðaverðri Evrópu hefur að mestu legið niðri síðustu daga. Nú rétt í þessu barst svo tilkynning frá Eimskip en þar kemur fram að vegna óvissunnar um hvort hægt verði að sigla frá Landeyjum 1. júlí eins og áætlað hafði verið, verði einungis hægt að bóka í tvær ferðir á dag. Þannig vill Eimskip væntanlega hafa vaðið fyrir neðan sig ef það skyldi fara þannig að Herjólfur þurfi að sigla áfram til Þorlákshafnar.