Þann 15. maí næstkomandi munu Tríkot liðar ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja blása til stórtónleika eins og þeir gert hafa undan farin tvö ár í Höllinni í Vestmannaeyjum. Þetta munu vera þriðju og síðustu tónleikarnir í bili. Síðustu tveir tónleikar hafa heppnast vonum framar og var uppselt á þá báða. Tónleikarnir verða með sama sniðu og verið hefur, flutt verða vinsæl popp- og rokklög undanfarinna áratuga til að mynda lög eftir Queen, Wings, Commitments, Robbie Williams, Björgvin Halldórs, Pál Óskar, Johnny Cash, Creedence Clearwater revival, U2 og fleiri góða.