Tríkot og Lúðró 15. maí
23. apríl, 2010
Þann 15. maí næstkomandi munu Tríkot liðar ásamt Lúðrasveit Vestmannaeyja blása til stórtónleika eins og þeir gert hafa undan farin tvö ár í Höllinni í Vestmannaeyjum. Þetta munu vera þriðju og síðustu tónleikarnir í bili. Síðustu tveir tónleikar hafa heppnast vonum framar og var uppselt á þá báða. Tónleikarnir verða með sama sniðu og verið hefur, flutt verða vinsæl popp- og rokklög undanfarinna áratuga til að mynda lög eftir Queen, Wings, Commitments, Robbie Williams, Björgvin Halldórs, Pál Óskar, Johnny Cash, Creedence Clearwater revival, U2 og fleiri góða.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst