Tuttugu nemendur og tveir kennarar FÍV komust ekki heim til Íslands á tilsettum tíma þar sem flugsamgöngur röskuðust vegna eldgossins í Eyjafjalajökli. Hópurinn lagði upp í ferð til Eskilstuna í Svíþjóð mánudaginn 12. apríl og átti að fljúga heim á laugardaginn en tafðist um tvo sólarhringa og komst heim með flugi á mánudag.