ÍBV tekur á móti Aftureldingu í annarri umferð umspilsins um laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Fyrri leik liðanna lyktaði með sigri Aftureldingar, 32:26 en leikurinn fór fram í Mosfellsbæ. Tvo sigra þarf til að komast áfram og því eru Eyjamenn með bakið upp við vegg, ekkert nema sigur kemur til greina. Leikmenn ÍBV skora á stuðningsmenn að fjölmenna á leikinn þannig að ÍBV tefli fram sínum áttunda leikmanni í leiknum. Leikurinn hefst 13:30 og rétt að mæta tímanlega.