Árlegur hreinsunardagur verður í Vestmannaeyjum næstkomandi laugardag, 1. maí. Bæjarstjórn hefur lýst yfir vilja sínum til að aðstoða nágranna okkar undir Eyjafjöllum eins og frekast er unnt. Því legg ég til að hreinsunardagurinn verði haldinn undir Eyjafjöllunum og að Eyjamenn leggi þannig nágrönnum sínum lið í því uppbyggingarstarfi sem framundan er.