Nú liggur endanlegt leikjaplan fyrir í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. ÍBV byrjar á útivelli í 1. umferð þegar liðið sækir Fram heim á Laugardalsvöll en þessi sömu lið áttust einmitt við á sama vellinum í 1. umferð í fyrra. Þá höfðu Framarar betur en Eyjamenn hafa sjaldan byrjað tímabilið jafn illa og í fyrra. Í 2. umferð taka Eyjamenn svo á móti Valsmönnum. Síðasti heimaleikur ÍBV er svo í næst síðustu umferð þegar liðið tekur á móti Stjörnunni en í síðustu umferðinni sækir ÍBV Keflavík heim.