Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja var í gildi frá 2006 til 2009 og var honum ætlað að styrkja atvinnulíf og samfélög á svæðinu. Í febrúar sl. var skrifað undir nýjan Vaxtarsamning Suðurlands en auk sveitarfélaga sem féllu undir fyrri samning bættist sveitarfélagið Hornafjörður við. Markmið samningsins er m.a. að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, auk Hornafjarðar og auka þannig hagvöxt með virku samstarfi einkaaðila, fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Áhersla er lögð á uppbyggingu klasa og framgang rannsókna og þróunar á sviði matvæla, ferðaþjónustu og iðnaðar.