Hermann Hreiðarsson vonast eftir því að honum verði boðinn nýr samningur hjá Portsmouth en samningur hans við suðurstrandarliðið rennur út í sumar. Hermann varð fyrir því óláni að slíta hásin í síðasta mánuði og verður varla orðinn leikfær fyrr en næsta vetur. Portsmouth hefur enn ekki boðið Hermanni nýjan samning. Bæði er það vegna meiðsla hans og eins er framtíð félagsins afar óljós en vegna bágrar fjárhagsstöðu en Portsmouth er fallið úr úrvalsdeildinni.