Knattspyrnuvefurinn Fótbolti.net kynnir þessa dagana liðin í úrvalsdeild karla til leiks en liðin eru kynnt samkvæmt spá vefsins. Samkvæmt henni enda Eyjamenn í 10. sæti úrvalsdeildarinnar, af 12 liðum og halda því sæti sínu meðal þeirra bestu. Kynningin á ÍBV-liðinu var unnin í samstarfi við Eyjafréttir og má einnig sjá skemmtilegt sjónvarpsviðtal við Andra Ólafsson.