Þjóðhátíðin 2009 var fjölmenn og skilaði ÍBV-íþróttafélagi miklum hagnaði. Nú stefnir í að öll aðsóknarmet falli þegar siglingar í Landeyjahöfn hefjast. Um leið margfaldast flutningsgeta Herjólfs og óttast margir að Heimaey og Vestmannaeyjabær beri ekki mikið fleiri en voru á þjóðhátíð í fyrra, þegar gestir voru um 14 þúsund manns. Óttast er að ekki verði ráðið við að taka á móti fleiri gestum. Er það þvert á áætlanir ÍBV-íþróttafélags sem miðar að því að taka á móti 17.000 til 18.000 gestum í sumar.