Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um breytingu á deiliskipulagi á íþrótta- og útivistarsvæði Vestmannaeyjabæjar. Breytingin er gerð til að hægt verði að stækka tjaldsvæðið við Þórsheimilið að Íþróttamiðstöðinni norðan við Bessahraunið. Er þetta gert í óþökk íbúa við Bessahraun og Áshamar og sendi 61 þeirra bréf til ráðsins þar sem breytingunni er mótmælt.