Vestmanneyingar búa yfir mikilli reynslu og fengu mikla aðstoð í Heimaeyjargosinu þegar sjálfboðaliðar lögðust á eitt með heimamönnum og unnu sleitulaust við björgunar- og uppbyggingarstörf. Hugurinn hefur því verið hjá fólkinu sem glímir nú við náttúruöflin undir Eyjafjallajökli þar sem öskufall hefur valdið miklu tjóni.