Fyrsti leikur sumarsins hjá ÍBV fer fram á Laugardalsvelli í kvöld kl. 20:00. Stuðningsmenn ÍBV ætla því að hittast á stað sem heitir SPORTER í Kópavogi (Engihjalla 8) og opnar húsið kl. 17:00. Kaldur á krana er á 500 kr. ásamt því að það verður sértilboð á burger fyrir Eyjamenn. Hvetjum við alla stuðningsmenn ÍBV á fastalandinu til að mæta og halda svo í Laugardalinn og styðja liðið til sigurs.